Vefsíðugerð

Er kominn tími á þína vefsíðu?

Við getum búið til, lagað eða endurgert vefsíðuna þína á verði sem fáir geta keppt við. Hafðu samband og segðu okkur frá þínum hugmyndum. Í kjölfarið gerum við þér fast tilboð ef kröfurnar eru sæmilega skýrar.

Vefsíðan þín á að vera

Snjöll

Snjöll

Virkar vel og aðlagar sig að öllum tölvum, farsímum og spjaldtölvum.

Finnast

Auðfinnanleg

Vera leitarvélabestuð þannig síðan finnist oftar þegar fólk slær inn tengd leitarorð í t.d. Google.

Gæði

Vel hönnuð

Falleg, stílhrein og auðveld í notkun. Ekki þung síða sem pirrar notendur með óþarfa skrauti.

Gæði

Gæðasmíði

Hröð og byggja á traustum lausnum og opnu vefumsjónarkerfi.

Vefumsjónarkerfi

Í dag er algjör óþarfi að kaupa sérstakt vefumsjónarkerfi. Það er hægt að búa til og stjórna mjög fullkomnum vef með opnum lausnum. Til að halda niðri kostnaði reynum við alltaf að nota opin og ókeypis vefumsjónarkerfi eins og WordPress, Drupal eða Joomla.

Í skýinu

WordPress er lang vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi. Einfalt og auðvelt í notkun. Sérstaklega hentugt fyrir fréttvefi, blogg og minni vefi. Einnig hægt að fá mikið af viðbótum til að auka virkni vefsins.

Afritun

Drupal er gífurlega öflugt vefumsjónarkerfi sem er haldið við af her forritara. Kerfið þykir bæði stöðugt og skalanlegt. Tilvalið fyrir stóra og flókna vefi sem þurfa oft sérhannaðar viðbætur.

Dulkóðun

Joomla hentar vel fyrir vefsíður sem þurfa fleiri eiginleika en WordPress býður upp á beint úr kassanum. Joomla þykir samt ekki eins flókið og Drupal og góður kostur fyrir meðal stóra vefi.



Nýjasta vefsvæðið: IMB.is


Fyrir stuttu gerðum við nýjan vef fyrir Íþróttamiðstöðina á Blönduósi og keyrir vefsvæðið á WordPress vefumsjónarkerfinu.

Vefsíðan hefur upp á margt að bjóða. Til dæmis getur þar að sjá glæsilegan 360° túr. Einnig aðlagar síðan sig að smátækjum, sýnir dagatal yfir næstu námskeið og fréttir eru samtengdar við Facebooksíðu Íþróttamiðstöðvarinnar.