360° panorama

Skoða sýnishorn

Smelltu á myndirnar til að skoða sýnishorn af 360° panorama myndum. Yfirlitsmyndin og áttavitinn hjálpa aðilum að skoða rýmið. Öll smáatriði sjást vel og hægt er að þysja inn til að skoða enn betur. Í sýndartúrnum sést vel útum alla glugga og með góðri eftirvinnslu er upplifunin á við að þú sért á staðnum.


Helstu eiginleikar

Horfðu í allar áttir

Horfðu í allar áttir

Horfðu í allar áttir á 360° ljósmynd, skoðaðu þig um að vild og þysjaðu inn á vissa hluta til að sjá þá nánar.

Yfirlitsmynd

Yfirlitsmynd

Notaðu yfirlitsteikningu af rýminu til að átta þig á staðsetningunni og hvert þú ert að horfa. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að sýna fasteignir.

Ferðastu um

Ferðastu um

Farðu í ferðalag um rýmið eins og þú værir á staðnum. Smelltu einfaldlega á þann stað sem þú vilt fara á og sýndartúrinn leiðir þig umsvifalaust þangað.

Smátækjavænn

Smátækjavænn

Skoðaðu sýndartúrinn á öllum farsímum og spjaldtölvum, óháð framleiðanda. Þú getur jafnvel hreyft myndina með því að snúa smátækinu.

Áttaviti

Áttaviti

Sjáðu hvernig höfuðáttirnar liggja. Sérstaklega gagnlegt á þeim stöðum sem sést útum glugga í sýndartúrnum.

Svífðu í lausu lofti

Svífðu í lausu lofti

Enginn þrífótur er sýnilegur og því er eins og myndavélin svífi í lausu lofti. Gefur þá tilfinningu að þú sért í raun og veru á staðnum.

Fullur skjár

Fullur skjár

Með einum takka fer 360° panorama myndin í fullan skjá. Upplifunin er áhrifarík og gerir þér kleift að skoða myndirnar í háum gæðum.

Kortasjá

Kortasjá

Staðsetning kemur fram á korti. Radar sýnir í hvaða átt horft er og gerir þér auðvelt fyrir að sjá hvar í hverfinu þú er staðsettur.

Lifandi hreyfimyndir

Lifandi hreyfimyndir

Myndbandsupptökur falla fullkomlega inn í panorama myndina. Til dæmis er hægt að vera með lifandi persónu eða arineld. Gerir upplifunina mjög raunverulega og líflega.

Stúdíó lýsing

Stúdíólýsing

Sjá nánar

Öflugur ljósabúnaður er nauðsynlegur til þess að ná fram hámarks myndgæðum. Sérstaklega hentugt þar sem sterkt dagsljós og innilýsing koma fram á sömu mynd.

HDR myndataka

HDR myndataka

Sjá nánar

Þessi möguleiki er sérstaklega góður fyrir innanhúsmyndatöku þar sem dauf innandyra lýsing blandast við náttúrulega birtu utanfrá.

Litaleiðrétting

Litaleiðrétting

Sjá nánar

Myndavélar meta liti í umhverfinu lakar en mannsaugað, sérstaklega hvíta litinn. Því er litaleiðrétting mikilvægur partur í eftirvinnslu ljósmyndar.

Hafðu samband til að panta verk eða fá frekari upplýsingar.